8.12.2008 | 19:37
Trúverðugleiki = 0
Núna sést berlega hvers vegna þarf að skipta um fólk í fjármálaeftirlitinu. Almenningur mun ekki treysta neinu sem frá þeim kemur því þau eru með buxurnar á hælunum sjálf. Þau eru vanhæf til að meta nokkuð sem kemur við fjármálaeftirliti því trúverðugleikinn er enginn. Vanhæfni virðist þó vera vinnuregla hjá stjórnvöldum þegar kemur að því að skipa í stöður og rannsaka spillingu þannig að ég get ekki sagt að nokkuð komi mér á óvart.
Ég tel mig sjálfan ekki færan til að meta hvort Birna sé með hreina samvisku eða ekki, en ég treysti samt sem áður engu sem kemur frá fjármálaeftirlitinu.
FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig dettur þér í hug að Evrópusambandið vilji gera eitthvað fyrir okkur ?
Þeir bíða eins og hrægammar eftir að sökvandi skipið hverfi endanlega undir.
Þá koma þeir eins og hrægammar og eignast landið og miðinn. Auðlyndirnar verða þá horfnar okkur sjónum að eylífu.
Evrópusambandið hefur ekki skilað sér löglegu bókahldi í 11 ár ! Þetta er ein spiltasta stofnun heims.
Þröstur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 23:26
Einar; Er þá ekki fyrsta skrefið að koma núverandi stjórnvöldum frá? ...það er ekkert samasemmerki á milli þess að skipta um stjórn og ganga í EB.
Óskar, 9.12.2008 kl. 15:42
ESB átti þetta að vera
Óskar, 9.12.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.