9.7.2008 | 11:05
Nýr jólasveinn
Hamza Grýluson, sem býr í fjöllunum milli Afganistan og Pakistan, er nú á leiðinni til byggða.
Greinilegt er að jólasveinarnir eiga nú að fá gamla hlutverkið sitt aftur, þ.e. að hræða börn til hlýðni við foreldra sína. Nú skal hræða almúga til hlýðni við landsforeldra sína í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Danmörku. Ekki það að ekki sé fylgst nógu vel með þegnum þessara landa nú þegar, ógnin er enn til staðar og allir herir heims geta ekkert gert til að sporna við útsjónarsemi þessara klóku feðga, sem eru í senn tröll og menn.
Eigum við ekki að biðla til Álþingis og biðja landsforeldra okkar um vernd gegn þessum hættulega táningi?
Ég er ekki frá því að Hamza litli eigi eftir að vera mikið í fréttunum eftir nokkur ár. Hann fékk allaveganna góða kynningu þarna.
Þetta er heilaþvottur og ekkert annað.
Ekki láta bleikja á þér heilann.
Krónprins biður um eyðileggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo er bara að heimila símahleranir eins og í BNA. Þá fyrst er hættan liðin hjá. Alla vega getur öryygismálaráðherra notið kökuuppskriftanna sem fólk skiptist á símleiðis.
Villi Asgeirsson, 10.7.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.