16.11.2007 | 16:48
Allir sem reykja neyta fíkniefna
Nikótín veldur líkamlegri fíkn og verður því að teljast fíkniefni. Orðið 'fíkniefni' er gríðarlega vítt hugtak og segir þessi fyrirsögn sama og ekki neitt. Mér finnst að blaðamenn ættu að fara að taka sig á og læra hvað orðið fíkniefni þýðir því þeirra vankunnátta á hugtökunum fíkn og fíkniefni smitast út í samfélagið.
Mig langaði bara að benda á hversu óhnitmiðað orðavalið er í fyrirsögn þessarar fréttar.
Flestir þeirra sem smitast af lifrarbólgu B neyta fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áfengi, koffein og sykur valda líka líkamlegri fíkn, ekki satt? Að ónefndri vímunni sjálfri.
Held að ágætt væri að taka upp forskeytið "ólögleg" til að greina frá hvaða fíkniefni eru "ókei" og hver ekki
kiza, 16.11.2007 kl. 17:08
Sæl veriði Fullur og Jóna.
Ég yrði sáttur við ef fyrirsögnin væri t.d. "Flestir sem smitast af lifrarbólgu B sprauta sig". Það er ekki efnið sem veldur þessu heldur aðferðin.
Fullur: Ólögleg vímuefni er að mínu mati líka óhnitmiðað því neysla fæstra þeirra leiðir beint eða óbeint til lifrarbólgusmits.
Óskar, 16.11.2007 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.