-

Vel skipulagt apparat

Ég veit ekki með þig lesandi góður, en ég tek ekki minnsta mark á fréttum þar sem orðin Al-Qaeda, Al-Qaida etc. koma fyrir.  Ástæðan er sú að það hefur aldrei verið sannað fyrir mér að til séu skipulögð, miðstýrð hryðjuverkasamtök sem kalla sig Al-Qaeda. Sífellt er imprað á Íraks-armi samtakanna sem vilji sprengja allt í tætlur (vegna þess að hryðjuverkamenn vilja sprengja hluti) og nú heyri ég fyrst um Norður-Afríkuarm samtakanna. Ég man eftir einum svokölluðum foringja "Íraksarmsins" sem eignaðar voru allflestar mannskæðar sprengingar sem áttu sér stað í Írak (að Shock&Awe/Blitzkrieg bombum "okkar" undanskildum) á vissu tímabili.  Þessi grýla hét Al-Zarqawi og hafði ekki undan við að skipuleggja sprengingar víðsvegar um landið.  Þessi maður átti að vera sá hættulegasti í heimi á eftir Osama, var mikið í fréttum, og skaut upp höfðinu hér og þar, m.a. til að skera hausinn af Bandarískum friðarsinna, svo fátt eitt megi telja..........AÐ SÖGN!.  Það leið varla sá dagur að Zarqawi (sem var mjög þversagnakenndur maður) gerði einhvern skandal.  Ég fékk það fljótt á tilfinninguna eftir að hann kom til sögunnar að honum væru eignaðar mun fleiri sprengingar en hann gæti nokkurn tímann hafa sett fingurna í.

Og svo er okkur sagt að Al-Qaeda standi á bak við allt saman.

Rétt eins og Grýla var notuð til að halda börnum hræddum
og jólasveinarnir  í dag til að halda börnum þægum (annars kartafla í skó)
og prinsessusögur til að halda litlum stúlkum þægum og góðum
og Gosi til að halda litlum krökkum sannsöglum
og Guð til að halda fólki (guð)hræddu svo það láti auðveldar að stjórn (því Guð sér allt!) 
og Guð til að innræta sektarkennd í fólk með náttúrulegar hvatir
svo fátt eitt megi telja; þá er Al-Queda notað á vesturlöndum til þess að halda okkur (þó sérstaklega bandarískum almenningi) hræddum. Al-Queda er grýla og rétt eins og með hana Grýlu okkar jólasveinamóður....þá vantar mig ennþá sannanir til þess að trúa öllum þessum sögusögnum um hana, eða þá hvort hún sé á annað borð til.


mbl.is Al-Qaeda á bakvið árásirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt.  Góð samlíking með Grýlu.  Googla Operation Gladio til að kynnast sögunni.

Og 9/11 var inside job.  Það er orðin almenn vitneskja í Danmörk:

http://avisen.dk/tema-911-031207.aspx

http://www.youtube.com/watch?v=mBiwzdWcOe4

Hvenær ætli "fjölmiðlar" hér á landi manni sig upp í að fjalla um það.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 02:06

2 identicon

"The good thing about being in a war you can't win, becouse there is no real enemy, is that you can keep taking peoples libreties away"

Á meðan kaninn kúkar í sig af hræðslu út af mest uppsprengda fjölmiðla-fyrirbæri sem sést hefur eru stofnanir eins og "Homeland Security" vinnandi hart að því að grafa allan þann litla rétt sem landsmenn eiga eftir. Þetta stríð, ef það má kalla það stríð, er ekki engöngu að gerast í mið-austurlöndum heldur er stór hluti þess sem þjónar þeim tilgangi að geta fylgst með sínum landsmönnum og stjórnað. Þetta eru aðgerðir sem eru ekki neyddar á landsmenn heldur eru þetta aðgerðir sem landsmenn vilja að sökum öryggis, öryggis gagnvart óvini sem drap jafnmarga í BNA á ári og eldinar eða í kringum 400 manns (fyrir 9/11)

Fasismi? Einræði? Ég veit ekki en þetta er alger þvæla.

Einar (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 08:40

3 Smámynd: el-Toro

ég gæti ekki verið meira sammála.  maður þarf ekki nema að lesa sér örlítið til svo maður komist að þessari niðustöðu

el-Toro, 12.12.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband